FH á siglingu

FH á siglingu

Lið FH:

                         Daði

Gummi      Sverrir      Tommy      Logi

                    Davíð Viðars

        Dennis Siim                 Ásgeir (Matti Vill)

Matthías                                     Tryggvi

                  Arnar Gunnlaugs (Atli Guðna)

FH-ingar voru full rólegir í tíðinni í fyrri hálfleik. Ásgeir fékk að vísu tvö góð færi en Blikar voru aðgangsharðari við FH markið. Boltinn gekk of hægt og það virtist sem það vantaði ákefð í liðið og miðjumenn voru alltof lengi að skipta boltanum á milli kanta.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Breiðablik fyrsta mark leiksins er serbneski leikmaður Breiðabliks, Petrovic, skoraði með miklum þrumufleyg.

Við markið var sem FH-ingar vöknuðu af værum blundi og nokkrum mínútum síðar jafnaði Tryggvi Guðmundsson leikinn eftir góða fyrirgjöf Guðmundar Sævarssonar.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok skoraði svo Arnar Gunnlaugsson sigurmarkið með skalla eftir frábæra fyrirgjöf Hjartar Loga Valgarðssonar sem kom inn í byrjunarliðið í stað Freys Bjarnasonar sem kenndi meiðsla.

Það sem eftir lifði leiks hafði FH ágæt tök á leiknum en þó bjargaði Hjörtur Logi á línu um 5 mínútum fyrir leikslok. FH-ingar fögnuðu ákaft þremur stigum í erfiðum leik og halda forystunni í Landsbankadeildinni.
Næsti leikur er gegn Valsmönnum miðvikudaginn 27. júní á Laugardalsvelli og þá ætlum við FH-ingar að taka yfir Laugardalsvðllinn.

Daði Lárusson bætti persónulegt met því þegar Breiðablik skoraði hafði Daði haldið FH-markinu hreinu í 403 mínútur og hann steig ekki feilspor frekar en fyrri daginn.
Sverrir Garðarsson átti enn einu sinni frábæran leik og spurning hvort íslenska landsliðið hafi efni á að hafa hann ekki í liðinu. Dennis Siim átti fínan leik. Hinn ungi og efnilegi Hjörtur Logi Valgarðsson átti fínan leik og sýndi að hann fellur vel og fyrirhafnarlaust inn í FH-liðið.

Aðrar fréttir