FH – Akureyri (dagskráin)

FH – Akureyri (dagskráin)

Á morgun þegar Akureyringar heimsækja FH í Kaplakrikan í N1 deild karla í
handbolta, verður mikið um að vera og óhætt að ger gera ráð fyrir
hörkuleik.

Matti og Draugabanarnir munu spila hressandi tónlist í tengibyggingunni
frá kl 18:00. En þess má til gamans geta að draugabanarnir spiluðu undir
í hinu nýja FH lagi sem félagarnir Jói Skag og Krissi sungu.

Gassi framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar FH og fyrrverandi
framkvæmdarstjóri KA mun taka vel á móti FH-ingum og norðanmönnum á
grillinu. Gassi tendrar bálköstin kl 17:45 og liggur það því beinast við
að taka kvöldmatinn í Krikanum þetta mánudagskvöldið.

Athygli skal vakin á að leikurinn hefst kl 18:30 en ekki 19:30 eins og
vanalega. Þetta er gert til að koma til móts við Akureyringa sem þurfa
að ná flugi norður eftir leik.

Áfram FH.

Aðrar fréttir