FH beið lægri hlut í frábærum Hafnarfjarðarslag

FH beið lægri hlut í frábærum Hafnarfjarðarslag

Í dag mættust FH-ingar og Haukar í 8-liða úrslitum Eimskipabikarsins í Kaplakrika. Leikurinn var frá byrjun gríðarlega spennandi og stóð vel undir væntingum. FH-ingar höfðu fyrir leikinn tapað fyrir HK-ingum á heimavelli og Haukarar höfðu rétt náð í jafntefli gegn Val. FH-ingar þurftu því að sanna sig upp á nýtt, enda var tapið gegn HK gríðarleg vonbrigði.



Fyrri Hálfleikur
FH-ingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og virkuðu ákveðnir í því að sigra. Þeir komust fljótlega í 3-0, þar af skoraði Ólafur Gústafsson 2 mörk. Haukarnir náðu þó á endanum að jafna og eftir það var leikurinn gríðarlega jafn, FH náði reglulega forystu en Haukar náðu jafnóðum að jafna.
Staðan í hálfleik var 18:15, FH í vil. Verðskulduð forysta enda höfðu FH-ingar verið betri mest allan tímann.
Þó var eitt ákveðið atvik sem að kastaði ákveðnum skugga á annars flottan leik. Það var brottrekstur Ólafs Gústafssonar, sem að er við nánari skoðun kolrangur dómur. Ólafur stóð þá í vörn FH og braut réttlætanlega á leikmanni Hauka, Elíasi Má Halldórssyni, sem að lét sig detta í gólfið á listrænan hátt. Ólafur var í kjölfarið rekinn út af með rautt spjald af dómurum leiksins, þeim Gísla Jóhannssyni og Hafsteini Ingibergssyni, sem að voru slakir í þessum leik. Þess má geta að Elías stóð upp heilu og höldnu skömmu eftir að Ólafur fór af velli, eða svona um það bil 2 sekúndum síðar…
Þetta var gríðarlegt áfall fyrir FH-inga, enda hafði Óli spilað vel fyrir liðið.


 


Seinni Hálfleikur
FH-ingar byrjuðu af miklum krafti í seinni hálfleik og náðu 5 marka forystu, 21:16. Þeir spiluðu virkilega vel og það skóp flotta forystu. Haukar náðu að minnka muninn talsvert en þó aldrei það mikið að þeir næðu almennilega að klóra í öflugt FH-lið. Það gerðist þó á endanum, æsispennandi lokamínútur gerðu það að verkum að leikurinn endaði 29:29 og þar með þurfti að grípa til framlengingar.

Framlenging
Í framlengingunni skiptust liðin á að ná forystunni. Í fyrri framlengingu virkuðu FH-ingar sterkari og þá sérstaklega þeir Ásbjörn Friðriksson og Bjarni Fritzson, sem að skiptu mörkunum fjórum bróðurlega á milli sín. Liðin skildu jöfn eftir fyrstu framlenginguna, 33:33, og því þurfti að framlengja aftur.

Seinni framlengingin var dramatísk með eindæmum. Sem fyrr voru liðin hnífjöfn og var jafnt í hálfleik, 34:34. Í seinni hálfleik seinni framlengingar náðu Haukarar þó að innbyrða sigur eftir vafasama dómgæslu. Þó verður ekki tekið af þeim að þeir spiluðu sómasamlega í dag, lokatölur voru 37:38.

Leikurinn í dag var mikil bæting frá síðasta leik FH-inga, þ.e.a.s. hinum lélega leik gegn HK. Menn börðust fram í rauðan dauðann en því miður nægði það ekki í þetta skiptið. Það ber að hrósa þeim fyrir flottan varnarleik og góðan sóknarleik sem að hefði nægt þeim til sigurs í öllum öðrum leikjum. Vonast ég til þess að þeir haldi áfram að spila á þennan hátt gegn Val, sem er á laugardaginn næsta í Vodafone-höllinni Hlíðarenda klukkan 16:00.

Markahæstur í liði FH í dag var Bjarni Fritzson með 9 mörk. Hann skoraði úr öllum sínum vítaskotum og var öflugur í horninu. Næst markahæstur var Ásbjörn Friðriksson með 8 mörk

Aðrar fréttir