FH bikarmeistarar 4.fl ka yngri

FH bikarmeistarar 4.fl ka yngri

Strákarnir spiluðu frábæran varnarleik allan leikinn, bakvið vörnina stóð Oliver Ægisson og hann hreinlega lokaði markinu á köflum.
Staðan í hálfleik var 8-7 Haukum í vil. En FH strákarnir komu grimmir inn í seinni hálfleikinn, vörnin varð jafnvel betri heldur en í fyrrihálfleik og sóknarleikurinn  slípaðist til, því unnu strákarnir öruggan sigur 18-13 og fögnuðurinn var ósvikinn í leikslok. Mikil barátta og samkend einkendi FH liðið. En hér fara klárlega leikmenn framtíðarinnar.

Maður leiksins var valinn Óliver Ægisson markvörður FH en hann átti eins og áður sagði stórleik og varði 18 bolta.

 

Þjálfarar 4 flokks eru Sigursteinn Arndal, Árni Stefánsson og Daníel Andrésson. Liðstýrur flokkins eru þær Elísa Lana og Andrea Marý.

 

Vert er að hrósa HSÍ og Coca Cola fyrir hreint frábæra umgjörð í kringum þessa bikarúrslita helgi og það er ljóst að en ekkert annað sérsamband gerir yngri kynslóðinni jafn hátt undir höfði þegar kemur að bikarúrslitum yngri flokka.

Aðrar fréttir