FH Deildarbikarmeistari í þriðja sinn!

FH Deildarbikarmeistari í þriðja sinn!

Lið FH. 4-3-3 frá hægri til vinstri:

Róbert Örn Óskarsson – Heimir Guðmundsson, Ármann Smári Björnsson, Freyr Bjarnason,
Guðmundur Sævarsson, – Baldur Bett, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Sigurvin Ólafsson, – Ólafur Páll Snorrason (Atli Viðar Björnsson 75.), Tryggvi Guðmundsson (f), Allan Dyring (Atli Guðnason 82.)

FH-ingar léku undan sunnanstrekkingi í fyrri hálfleik og voru mun sterkari aðilinn. Sigurvin Ólafsson, Freyr Bjarnason og Tryggvi Guðmundsson skoruðu fyrir FH sem leiddi 3-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik áttu FH-ingar erfitt uppdráttar móti vindinum, Keflvíkingar gengu á lagið og minnkuðu muninn í 3-2 og virtust líklegir til að jafna leikinn en FH-ingar héldu út og eru því Deildarbikarmeistarar í þriðja skipti á fimm árum.

Það er erfitt að dæma liðin á leiknum í kvöld vegna aðstæðna. Eins vantaði marga leikmenn í FH-liðið til að mynda Tommy Nielsen en fregnir herma að hann sé við það að verða klár, Davíð Þór Viðarsson var að keppa með 21 árs liðinu í Andorra og Daði Lárusson og Peter Matzen eiga við meiðsli að stríða.

Keflvíkingar eru með gott lið þar sem Guðmundur Steinarsson er í lykilhlutverki. Í liði FH mæddi mikið á miðvarðaparinu Ármanni Smára og Frey í seinni hálfleik og þeir stóðu sig nokkuð vel.

Það verður spennandi að fylgjast með FH-liðinu í fyrstu umferðunum en það hafa orðið meiri breytingar á því en undanfarin ár og því mikilvægt að byrja Íslandsmótið vel.

Aðrar fréttir