FH fær Keflavík í heimsókn á mánudag!

FH fær Keflavík í heimsókn á mánudag!

Líklegt byrjunarlið

Daði Lárusson

Guðmundur Sævarsson – Ármann Smári Björnsson – Tommy Nielsen – Freyr Bjarnason

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson – Sigurvin Ólafsson – Davíð Þór Viðarsson

Atli Viðar Björnsson – Allan Dyring – Tryggvi Guðmundsson

Meiddir leikmenn (hver eru meiðslin og hvað gætu þeir verið lengi frá?)

Auðun Helgason er með slitin krossbönd og leikur ekki á þessu keppnistímabili.

Sverrir Garðarson á við ökklameiðsli að stríða og er óvíst hvenær hann verður leikfær.

Pétur Óskar Sigurðsson á við meiðsli að stríða og ekki liggur fyrir hvenær hann verður til í tuskið.

Eftir harða rimmu FH-inga við Fylkismenn í 4. umferð voru heilir fjórir lykilmenn lítillega meiddir; þeir Tommy Nielsen, Allan Dyring, Tryggvi Guðmundsson og Daði Lárusson. Þeir eiga þó allir að vera í eldlínunni gegn Keflavík.

Sögulegar viðureignir

FH og Keflavík mættust í úrslitum deildarbikarsins 3. maí síðastliðinn þar sem FH-ingar báru sigur úr býtum og hrepptu deildarbikarinn í þriðja sinn. Sigurvin Ólafsson, Freyr Bjarnason og Tryggvi Guðmundsson gerðu mörk FH-inga en Færeyingurinn fljúgandi, Símun Samuelsen skoraði fyrir Keflavík og Hólmar Örn Rúnarsson gerði annað að auki.

Í fyrra sigraði FH í báðum viðureignum liðanna í Landsbankadeildinni. Í fyrstu umferð hófst titilvörn FH-inga á baráttuleik við Keflvíkinga suður með sjó þar sem Tryggvi Guðmundsson kom FH snemma á bragðið. Undir blálok leiks gerðu Keflvíkingar svo sjálfsmark auk þess að Ármann Smári Björnsson gulltryggði 3-0 FH-sigur. Seinni leikurinn í Kaplakrika fór fram í hávaðaroki og rigningu sem kom þó ekki í veg fyrir mikla stemmningu meðal stuðningsma

Aðrar fréttir