
FH – FK Ekranas kl 19:15
Kæru FH-ingar.
Á þriðjudaginn klukkan 19:15 leikur FH einn sinn stærsta leik í sögu félagsins, gegn litháenska liðinu FK Ekranas. Eins og fyrr segir er liðið frá Litháen, en þetta er liður í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Fyrri leikurinn fór 1-0 fyrir okkar mönnum í LItháen, þar sem Pétur Viðarsson skoraði markið með glæsilegum skalla.
Að sjálfsögðu verður kveikt á grillinu og hægt að fá sér hamborgara og eitthvað kalt að drekka. Bakhjarlakortin duga þó ekki á þennan leik.
FH-ingar og aðrir landsmenn..Nú þurfa strákarnir á öllum okkar stuðningi að halda! Flykkjumst á völlinn og komum þeim áfram í þessari mögnuðu keppni, Meistaradeild Evrópu!
Við hvetjum fólk endilega til að mæta tímanlega, til þess að forðast biðraðir.
ÁFRAM FH!