FH-Fram Umfjöllun

FH-Fram Umfjöllun

       


39-35 (20-17)

Kaplakriki, fimmtudagurinn 22. janúar 2009, kl 19:30


FH lagði Fram í gríðarlegum markaleik í Kaplakrika í gær. 74 mörk voru skoruð í sigri FH 39-35. Geysilegur hraði einkenndi leikinn og klárt að leikmenn hafa æft mjög vel í pásunni.


 

Fyrri hálfleikur

Byrjun leiksins lofaði góðu fyrir okkar menn en FH komst í 2-0 og 4-2. Bjarni Fritzson nýr leikmaður FH stimplaði sig ágætlega inn með því að skora fyrsta mark leiksins með látum og virtist gefa tóninn fyrir það sem koma skyldi. Hann róaðist þó töluvert eftir þetta en lét til skarar skríða seinna í leiknum. Leikurinn jafnaðist síðan út og Frammarar jöfnuðu í 5-5. FH hafði þó yfirhöndina og létu Frammara ávallt elta sig. Leikurinn var geysilega hraður og FH liðið keyrði á Frammara sem mest þeir máttu en mikill hluti marka FH voru úr hraðaupphlaupum eða með hröðum sóknum á öðru tempói. Siggi virtist óstöðvandi á línunni í byrjun og skoraði hvert markið á fætur öðru í hálfleiknum. Hann stóð einnig vaktina vel í vörninni en var mjög fljótlega í leiknum kominn með tvisvar 2ja mín brottvísun. Kappinn nældi sér í sína þriðju í seinni hálfleik, flest fyrir litlar sakir að manni fannst. FH leiddi með þetta einu til þremur mörkum í hálfleiknum og leiddi svo í hálfleik 20-17, hvorki meira né minna. Það þættu ágætis lokatölur í kringum 1980. Spurning hvort leikmenn þá hefðu úthald í slíkan nútíma handbolta…

 

Seinni hálfleikur

Seinni hálfleikur þróaðist afskaplega svipað. FH hafði yfirhöndina áfram með 1-3 mörkum en inn á milli náðu Frammarar að þjarma að FH liðinu og jöfnuðu. Þeir komust þó aldrei yfir í leiknum. Vörn FH hélt vel og Frammarar áttu oft í stökustu vandræðum í sókninni. FH voru áfram fljótir að refsa og keyrðu hraðann áfram. Fljótlega í seinni hálfleik tóku Frammarar það til bragðs að taka Aron Pálmars út sem var geysilega ógnandi sem fyrr og stjórnaði sóknarleiknum vel. Menn voru viðbúnir því og með tilkomu okkar nýrru örvhentu leikmanna var liðið betur í stakk búið að leysa þá stöðu. Á lokakafla leiksins náðu Frammarar að þjarma verulega að FH í stöðunni 34-33. Menn gerðust þá sumir of bráðir í sókninni og óskynsemi gætti en málin leystust farsællega, menn FH vann boltann tvívegis með góðum varnarleik og markvörslu Hilmars Þórs Guðmundssonar em mættur var í rammann í fyrsta skiptið í vetur. FH breytti stöðunni í 36-33 og þar með var þetta nánast tryggt. Lokatölur urðu síðan 39-35 FH í vil.

 

Niðurstaðan

Þetta eru gífurlega góð og mikilvæg úrslit fyrir FH. Liðið ætlar sér að vera með í baráttu í efri hlutanum og sigurinn mikilvægt skref til að svo verði. Liðið hefur styrkst mikið og það sást k

Aðrar fréttir