FH golfmótið – Úrslit

FH golfmótið – Úrslit


Aðstæður voru allar hinar bestu til golfleiks þegar FH-golfmótið fór fram sl föstudag. Þeir 112 þátttakendur sem mættu til leiks á Hvaleyrina, sem skartaði sínu fegursta, nutu þess svo sannarlega að spila golf í frábæru veðri með góðum félögum.


Í hópi FH-inga eru margir stórsnjallir kylfingar og gáfu ungar hetjur sem gamlar kempur ekkert eftir í baráttunni meistaratignina. Greinilegt var þó að þrátt fyrir misgóðan árangur á golfvellinum þá höfðu menn leikgleðina að leiðarljósi og létu ekki nokkur vindhögg, sjank, slæs eða húkk koma í veg fyrir bros og kátínu að loknum leik.


Öllum þeim sem lögðu hönd á plóg varðandi undirbúing golfmótisns eru færðar bestu þakkir fyrir. Þátttakendum þökkum við fyrir vel lukkaðan og ánægjulegan dag. Jói Long mætti á staðinn og tók margar skemmtilegar myndir á Hvaleyrinni sem skoða má hér.

Úrslit mótsins urðu þau að Sigurður Oddur Sigurðsson sigraði glæsilega í höggleiknum á 68 höggum og vann þar með sæmdarheitið golfari FH 2007. Úrslit í punktakeppni urðu eftirfarandi:

Karlar

1. sæti Kristján Ólafur Guðnason 41 punktur

2. sæti Ingi G. Ingason 40 punktar

3. sæti Sigurður Oddur Sigurðsson 39 punktar

Konur

1.sæti Hulda Soffía Hermanssdóttir 33 punktar

2.sæti Sigurborg Eyjólfsdóttir 31 punktur

3.sæti Margrét Berg Theódórsdóttir 31 punktur

Myndir frá mótinu má finna hér. Það er að sjálfsögðu hirð-ljósmyndarinn Jói Long sem á heiðurinn af þessum myndum.


Aðrar fréttir