FH – Grótta á föstudaginn í krikanum. Ítarleg umfjöllun

FH – Grótta á föstudaginn í krikanum. Ítarleg umfjöllun

Næsta föstudagskvöld er fyrsti heimaleikur karlaliðs FH í meistaraflokki karla í vetur. Þess má geta að FH liðið leikur 10 heimaleiki í vetur á meðan liðið leikur 11 útileiki. Þetta er vegna þess að leikinn er þreföld umferð hjá þessum átta liðum sem þátt taka í deildinni. Dregið var í svokallað töfluröð sem réð því hvort að lið fékk fleiri leiki heima eða úti. Af þessum 10 heimaleikjum eru fjórir fyrir áramót. Það er því hlýtur því að vera að allir alvöru FHingar gefi sér tíma til þess að mæta fjórum sinnum í Kaplakrika fyrir ármót til þess að styðja hið gríðarlega unga og efnilega lið FH í baráttunni framundan.

Heimaleikir FH fyrir áramót:
FH – Grótta 6. október föstudagskvöld kl. 19
FH – ÍBV 27. október föstudagskvöld kl. 19
FH – Selfoss 10 nóvember föstudagskvöld kl. 19
FH – Afturelding 1. desember föstudagskvöld kl. 19

FH-ingar eru vinsamlegst beðnir um að taka kvöldin frá strax og mæta !!!

Sérstaklega vilja leikmenn FH óska eftir nærveru FH MAFÍUNNAR. Nærvera hennar gæti gert gæfumuninn í vetur!!!
 
Á föstudagskvöldið kemur mættir hið unga lið FH Gróttu í 2.umferð 1.deildar karla.

Síðasta umferð hjá þessum liðum.
Fyrsti leikur FH á tímabilinu var vonbrigði. FH liðið fór upp í Mosfellsbæ og fékk liðið slæma útreið. Strákarnir töpuðu illa 27-20. Í þessum leik brugðust lykillleikmenn eins og Valur, Heiðar og Hilmar. Þeir munu þó vafalaust ekki eiga slakan dag tvo leiki í röð. Ungu strákarnir hlutu eldskírn sína og hljóta að koma sterkari og reynslunni ríkari eftir fyrsta leik.

Grótta byrjaði aftur á móti gríðarlega vel í sínum fyrsta leik og sigraði Víking/Fjölni óvænt á útivelli með 24 mörkum gegn 25.


Lykillmenn FH

Lykillmaður FH þennan veturinn er fyrirliðinn Valur Arnarsson. Liðið fer eins og langt og hann tekur það í vetur. Valur átti dapran dag síðasta föstudag en hlýtur að sýna sitt rétta andlit gegn Gróttu. Einnig er mikilvægt að Hilmar Guðmundsson finni sig í markinu og taki 20 bolta. Þá verður einnig gaman að sjá hver af ungu stráknum tekur til sinna ráða í þessum leik. Í síðasta leik átti Aron Pálmarsson stórleik og verður gaman að fylgjast með honum gegn Gróttu.

Lykillmenn Gróttu
Lykillmenn Gróttu eru líklega vinstri hornamaðurinn Karl Grönvöld sem hefur nokkra reynslu úr efstudeild en hann hefur meðalannars leikið með Víkingi og HK. Þorleifur Árni Björnsson er hættulega skytta sem þarf að stöðva. Einnig er í liðinu efnilegur örvhentur leikmaður Finnur Stefánsson. En líklega er hættulegasta vopn Gróttu liðsins gríðarlega barátta og vilji auk þess sem þessir strákar hafa spilað saman upp úr yngri flokkum og þekkja hvorn annan inn og út.

Þjálfari Gróttu.
Þjálfari Gróttu er Guðmundur Árni Sigfússon en hann hefur getið sér gott orð sem þjálfari bæði hjá Gróttu og Val. Þetta er annað árið hans í röð með meistaraflokk Gróttu.

Fyrri viðureignir.
Grótta tók ekki þátt í Íslandsmóti á síðasta tímabili og þess vegna mættust þessi lið ekki. Síðast þegar Grótta lék undir sínum merkjum í meistararflokki karla var tímabilið 1996-1997. Það ár féll Grótta í 2. deild. Liðin léku tvo leiki um tímabilið og fóru þeir eftirfarandi:
FH – Grótta 24 – 22. Þar sem Guðmundur Pedersen var markahæstur FH liðsins með 10 mörk en Kóreuamaðurinn Lee lokaði markinu og varði 25 skot. En þess má geta að núverandi fyrirliði FH Valur Örn skoraði 2 mörk í leiknum.
Grótta – FH 25 – 23. Sem sagt FH hefur harma að hefna á föstudagskvöld eftir þetta slæma tap sem engin hefur geymt síðan 1997.

Líkleg byrjunarlið
FH:
Í síðastaleik var byrjunarlið FH eftirfarandi:
Hilmar Guðmundsson markvörður
Tómas Sigurbergsson vinstra

Aðrar fréttir