FH – Grótta á sunndag – Umfjöllun

FH – Grótta á sunndag – Umfjöllun

Næsta sunnudag klukkan 19:00 mætir FH liði Gróttu í 1. deild karla. Liðin hafa mæst tvisvar sinnum í vetur og hefur Grótta sigrað í bæði skiptin. FH ingar hafa því harma að hefna í þessum leik. FH liðið hefur verið í lægð eftir áramót en reif sig heldur betur upp í síðasta leik og spilaði sinn besta leik í vetur á móti UMFA síðasta föstudag og lagði þá toppliðið að velli á útivelli. FH ingar eru því til alls líklegir á sunnudag og munu eflaust selja sig dýrt gegn sterku Gróttu liði.

Síðasta umferð

Eins og fyrr segir sigraði FH – UMFA í síðustu umferð. Þar var fremstur meðal jafningja Valur Arnarsson með 12 mörk auk þess sem allir aðrir skiluðu sýnu hlutverki með sóma. Til að mynda átti Hilmar Guðmundsson markvörður frábæran leik með 19 skot varin. Grótta lék við Víking/Fjölni í síðustu umferð og tapaði með 3 mörkum.

Meiðsli og leikbönn hjá FH

Flestir leikmenn FH eru heilir að þessu sinni. Ólafur Guðmundsson er þó tognaður á nára og óvíst er með þáttöku hans. Nokkrir leikmenn eiga við veikindi að stríða en verða vonandi orðnir góðir.

Engin leikmaður er í banni.

Líklega byrjunarlið

Líklegt er að FH byrji með svipað lið og á móti UMFA. Hins vegar gætu meiðsli Ólafs og veikindi Arons sett strik í reikning.

FH:

Markvörður: Hilmar Guðmundsson

Vinstra horn: Árni Stefán Guðjónsson

Hægra horn: Guðjón Helgason

Lína: Theodór Pálmason

Vinstri skytta: Heiðar Arnarsson

Hægri skytta Jón Helgi Jónsson

Miðja: Valur Arnarsson

Selfoss:

Markvörður: Kári Garðarsson

Vinstra horn: Karl Grönvöld

Hægra horn: Finnur Stefánsson

Lína: Arnar Kormákur Friðriksson

Vinstri skytta: Þorleifur Árni Björnsson

Hægri skytta Dimitri Afanasjev

Miðja: Brynjar Örn Árnason

Lykilleikmenn:

FH – Valur Arnarsson, Heiðar Arnarsson og Hilmar Guðmundsson eru gömlu mennirnir í FH liðinu og verða að draga vagninn.

Selfoss – Karl Grönvöld er hættulegur vinstri hornamaður sem skorar mikið. Brynjar er sterkur fyrir utan á miðjunni auk þess sem litháin skorar mikið hægra megin.

Fyrri viðureignir:

FH og Grótta hafa mæst tvisvar í vetur:

FH – Grótta 25 – 30

Grótta – FH 28 – 27

Þjálfarinn:

Guðmundur Sigfússon þjálfar Gróttu.

Áhorfendur

Frábær mæting hefur verið á heimaleiki FH liðsins í vetur. Vonandi halda FH-ingar áfram að mæta og styðja hið unga lið FH í baráttunni framundan.

FH-ingar fjölmennum og styðjum strákana klukkan 19:00 á sunnudagskvöld.

Aðrar fréttir