
FH hafði betur í spennuleik!
Nánari umfjöllun kemur síðar.
N1 deild kvenna í handbolta


Kaplakriki, laugardagurinn 27. september 2008 kl. 16:00
FH stelpur sigruðu áðan stöllur sínar úr HK í fyrsta heimaleik vetrarins. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu og fór að lokum svo að stelpurnar okkar unnu 25-24. Í hálfleik var staðan 12-12.
Áhorfendur voru um 100 og getur það ekki talist annað en mjög góð mæting þar sem fótboltastrákarnir urðu Íslandsmeistarar á sama tíma!
Markahæstar hjá FH:
Hafdís Inga Hinriksdóttir með 10 mörk. Næstar komu þær Hildur Þorgeirsdóttir og Birna Íris Helgadóttir með 3 mörk hvor.
Markahæstar hjá HK:
Pavla Kúlíkova með 10 mörk og Elva Björg Arnarsdóttir með 9.
Dómarar voru Ómar og Þorlákur.

