FH-Haukar, smá pistill

FH-Haukar, smá pistill

FH og Haukar mættust 30 nov í annari orustu vetrarins.  Miklar væntingar voru gerðar til leiksins, en því miður stóð hann ekki undir þeim væntingum. Allavega ekki fyrir stuðningsmenn FH.  Haukar voru betri á öllum sviðum handboltans og unnu verðskuldað 25-16, eftir að hafa verið 13-8 yfir í hálfleik.

Ekki er hægt að segja mikið um leikin sjálfan, en umgjörð leiksins verðum við að minnast á.  Öll umgjörð frábær fyrir framan 2700 manns . Friðrik Dór og Erpur Eyvindar „keyrðuetta í gang“  að kveiktu í stuðningsmönnum beggja liða.  Höfðu margir reyndir kappar það á orði að þeir hefðu ekki upplifað svona frábæra umgjörð á íslenskum deildarleik áður.

Næsti leikur er bikarleikur á móti IR í Austurbergi.  Alvöru stuðningsmenn styðja sitt lið þegar á brattann er að sækja og því þurfa strákarnir á okkar stuðning að halda.

Mætum í Austuberg mánud 6 des kl 19.30 og hvetjum strákana til sigurs.

Áfram FH

Aðrar fréttir