FH-Haukar… Umfjöllun

FH-Haukar… Umfjöllun

   33-23   2

Hafnarfjarðarslagur var háður í gærkveldi í kaplakrika, fimmtudaginn 11. október kl 19:15. Skemmst er frá því að segja að við FHingar komumst nokkuð auðveldlega í gegnum leikinn en lokatölur urðu 33-23 okkur FHingum í vil.


Teddi ver í vörninni með tilþrifum!

Leikurinn
Fyrri hálfleikur

Leikurinn var nú ekki mikið fyrir augað, en það er kannski ekki alltaf málið. Við leiddum þetta allan tíman frá 5 mörkum upp í 7 en náðum einhvernveginn ekki að slíta þá almennilega frá okkur eins og við kannski áttum að gera.

Við byrjuðum leikinn vel, vörnin var ágæt þrátt fyrir eitt og eitt slysamark. Sóknin fúnkeraði fínt, það komst gott flot á boltann og virtist lítið mál fyrir leikmenn okkar að snúa á vörn Hauka sem var hriplek og ekki upp á marga fiska. Nýtingin var semsé góð í sókninni í byrjun.

Við höfðum leikinn í hendi okkar en eins og oft áður vorum við heldur rólegir og kærulausir þegar við náðum öruggri forystu. Í framhaldi náum við ekki að slíta þau lið frá okkur sem á pappír eru mun lakari. Það var það sem við gerðum í leiknum þó svo að við höfum siglt lygnan sjó allan leikinn.


Óli í þann mund að negla kvikindinu inn!

Seinni hálfleikur

Seinni hálfleikur var stórslysalaus, menn voru að gera sitt en þó ekkert meira en þurfti. Við kláruðum þennan leik því með sóma og 10 marka sigur var staðreynd. En eins og þjálfarinn sagði í lok leiks, “Halló… Strákar þetta er engin kjarneðlisfræði… 2 stig eru 2 stig og maður þarf bara að skora 1 marki fleira en andstæðingurinn til að vinna!”. Fínn sigur og við getum verið ánægðir með það.

Aðrar fréttir