FH hefndi fyrri ófara – 3ja marka sigur á Gróttu!

FH hefndi fyrri ófara – 3ja marka sigur á Gróttu!


Í kvöld fóru leikmenn FH í stutt ferðalag út á Seltjarnarnes og léku gegn heimamönnum í Gróttu. Leikurinn fór fram í Íþróttahöll Seltirninga og var í 12. umferð Íslandsmótsins. Fyrir leik sat lið FH í 3. sæti deildarinnar með 13 stig, en Grótta sat í 6. sæti með 8 stig. Það var ljóst fyrir leikinn að þetta yrði hörkurimma, enda hefur Grótta oft á tíðum leikið fínan handbolta og þá sérstaklega á heimavelli. Að sama skapi urðu FH-ingar að hefna fyrir stórt tap fyrir Gróttu fyrr í vetur, en þá höfðu Gróttumenn 6 marka sigur.

 
Lið FH sótti sigur gegn Gróttu í kvöld og hefndi þar með fyrir slæmt tap fyrr á leiktíðinni.

Fyrri Hálfleikur
Það sást strax á upphafsmínútum leiksins í hvað stefndi. Varnarleikur liðanna beggja var sterkur og sóknarleikurinn gekk erfiðlega eftir því. Jafnt var á öllum tölum fyrstu 20 mínúturnar, en þá náðu Gróttumenn 2ja marka forystu, 10-8.
Áfram var jafnt á öllum tölum fram að hálfleik. Eftir þetta framúrgrip Gróttu náðu FH-ingar tökum á leiknum og komust að lokum yfir, 15-14. Þar var að verki fyrirliði okkar FH-inga, varnartröllið Sigurgeir Árni Ægisson, sem að rauk upp völlinn og skoraði í þann mund sem að flautað var til hálfleiks. Ja, það sér maður ekki á hverjum degi!


Sigurgeir Árni er enginn jólasveinn þegar kemur að því að rjúka fram völlinn og setj’ann í netið!

Það sem að taldi mest í fyrri hálfleik var klárlega góður varnarleikur FH-liðsins. Eins og menn vita fylgir haldast góður varnarleikur og góð markvarsla oft í hendur og var það raunin að þessu sinni, þegar flautað var til leikhlés hafði Pálmar Pétursson varið 12 skot. Markahæstur FH-inga var Ólafur Guðmundsson með 4 mörk.

Seinni Hálfleikur
Það breyttist fátt á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Sem fyrr var varnarleikur liðanna gríðarlega öflugur, þá sérstaklega varnarleikur FH-liðsins. FH-ingar náðu 2ja marka forystu í fyrsta sinn í leiknum, 19-17, og litu vel út. En þá komu tvö mörk í röð frá Gróttu og enn var leikurinn jafn, 19-19.
En þegar 50 mínútur voru liðnar af leiknum skildu leiðir að nokkru leyti. FH-ingar skoruðu 4 mörk í röð í stöðunni 20-20 og komust í 4ra marka forskot, 24-20. Á þessum tímapunkti réðu FH-ingar lögum og lofum í leiknum og léku flottan handbolta.
Hægt er að segja að þessi flotti kafli FH-inga hafi lagt grunninn að góðum sigri. Gróttumenn áttu engin svör, FH-ingar sigruðu því að lokum með 3ja marka mun, 30-27. Ágætis uppbót fyrir fyrri leik liðanna.

Ljóst er að þessi sigur FH-liðsins er kærkominn. Vonbrigðin voru mikil eftir tap gegn Haukum og þurfti liðið nauðsynlega á sigri að halda ætlaði það sér að halda í við toppliðin tvö, Hauka og Val. Fyrirfram var vitað að FH-ingar þurftu að keyra upp hraðann í sóknarleiknum til að vinna og það gerðu þeir, Gróttumenn héngu í frísku FH-liði lengi vel en á endanum sprungu þeir. Munur á líkamlegu ásigkomulagi liðanna skipti þar augljóslega miklu og spilaði stóran part í sigri FH-inga.

Markahæstur FH-inga var hann Bjarni Fritzson, en hann skoraði heil 8 mörk. Ólafur Guðmundsson var einnig frískur en hann skoraði 6 mörk. Þá var stórskyttan Bjarki Sigurðsson með 4 mörk, greinilegt að sá hefur engu gleymt.


Bjarni – Markahæstur FH-inga í kvöld

Eftir úrslit kvöldsins er FH í 3ja sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi á eftir Val og 5 stigum á eftir Haukum, sem að er efst í deildinni sem fyrr. Það er því deginum

Aðrar fréttir