FH hefur unnið 6 af síðust 8 leikjum á KR-vellinum

FH hefur unnið 6 af síðust 8 leikjum á KR-vellinum

1994 KR – FH 0-1 (0-0)

Mark FH skoraði Atli Einarsson.  FH lentu í 2 sæti í deildinni með 36 stig. KR lenti í KR lenti í 5. sæti með 27 stig.

Þjálfari KR þetta árið var Guðjón Þórðarson en þjálfari FH Hörður Hilmarsson.

1995 KR – FH 0-1 (0-0)

Liðin mættust í fyrstu umferð árið 1995 á KR velli. Fyrri hálfleikur var markalaus en Jón Erling Ragnarsson gerði mark FH í þeim síðari.

KR lenti í öðru sæti deildarinnar þetta árið með 35 stig en FH-ingar féllu um deild með 15 stig.

Þjálfari KR var Guðjón Þórðarson en Ólafur Jóhannesson þjálfaði FH.

2001 KR – FH 1-2 (0-1) 1713 áhorfendur.

Liðin mættust svo ekki aftur á KR vellinum fyrr en fimmtudagurinn 2. ágúst  2001.

Mark KR í leiknum gerði Tryggvi Bjarnason á 85 mínútu. Mörk FH gerðu Jónas Grani Garðarsson og Hörður Magnússon úr víti.

FH-ingar lentu í 3ja sæti þetta sumarið með 32 stig en KR-ingar í 7. sæti með 22 stig.

Þjálfari KR var Pétur Pétursson en Logi Ólafsson þjálfaði FH.

2002 KR – FH 2-2 (1-1) 1777 áhorfendur.

Sumarið 2002 mættu FH-ingar á KR völlinn fimmtudagin 1. ágúst í fjörugum 2-2 leik. 

Mörk KR gerði Sigurður Ragnar Eyjólfsson 30 og 85 mínútu.
Mörk FH gerðu Jón Þorgímur Stefánsson á 37 mín og Guðmundur Sævarsson á 82. mín.

KR-ingar urðu Íslandsmeistarar þetta sumar og þjálfari var Willum Þór Þórsson. FH-ingar lentu í 6 sæti með 22 stig og þjálfari var Sigurður Jónsson.

2003 KR – FH 2-1 (1-0) 1718 áhorfendur.

Árið 2003 mættu FH-ingar á KR-völlinn í 9. umferð eða þann 8 júlí klukkan 19:15. Þetta var eini sigurleikur KR gegn FH á KR-velli frá árinu 1992!

Mörk KR gerðu Garðar Jóhannsson á 41 mín og Veigar Páll á 86 mín. Mark FH gerði Guðmundur Sævarsson á 71. mín.

KR-ingar urðu Íslandsmeistarar þetta árið með 33 stig en FH-ingar lentu í 2. sæti með 30 stig.

Willum Þór Þórsson þjálfaði KR en Ólafur Jóhannesson FH. 

2004 KR – FH 0-1 (0-1) 2108 áhorfendur.

Sumarið 2004 mættust KR og FH í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar. Atli Viðar Björnsson gerði eina mark FH á 26. mínútu leiksins.

FH-ingar urðu Íslandsmeistarar þetta árið í fyrsta sinn í sögu FH. Þeir fengu alls 37 stig en KR varð í 6 sæti með 22 stig.

Willum Þór Þórsson þjálfaði KR en Ólafur Jóhannesson FH.

Bikarkeppni
2004 KR – FH 1-3 (0-3

KR-ingar tóku á móti FH í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar síðsumars. FH-ingar léku frábærlega og höfðu 0-3 foyrstu í hálfleik.

Jónas Grani Garðarsson, Emil Hallfreðsson og Kristján Sigurðsson (sjálfsmark) skoruðu mörk FH en KR-ingar minnkuðu muninn undir lokin.

2005 KR-FH 0-1 (0-1) 2407 áhorfendur.

Í fyrra mættust svo liðin á KR velli í 4. umferð eða sunnudaginn 29 maí. FH vann þennan leik 0-1, mark FH gerði Jón Þorgrímur Stefánsson á 44. mín.

FH varð Íslandsmeistari í fyrra með 48 stig en KR lenti í 6 sæti með 26 stig.

Magnús Gylfason þjálfaði KR en Ólafur Jóhannesson Fimleikafélagið.

—————————————————————————————————————-
Samantekt: KR og FH hafa mæst 8 sinnum á KR-vellinum frá árinu 1994. 

<

Aðrar fréttir