FH-HK í Olísdeild karla.

FH-HK í Olísdeild karla.

Önnur umferð Olísdeildar karla hefst annað kvöld þegar HK-ingar mæta í Krikann. FH-ingar sitja í 2 sæti deildarinnar með 9 stig, aðeins einu stigi frá toppnum, en HK menn verma botninn með 1 stig. En það eina stig fengu þeir einmitt á móti FH í fyrstu umferð.
FH-ingar ætla sér að sjálfsögðu ekki að tapa fleiri stigum gegn HK á þessu tímabili og má því búast við einbeittum FH-ingum til leiks. FH liðið leikur án stórskyttunnar Ragnars Jóhannsonar en hann meiddist illa á ökla á æfingu á þriðjudag. Óvíst er um þátttöku Benedikts Kristinssonar en hann meiddist í síðasta leik. Aðrir leikmenn FH eru við hestaheilsu og munu án efa leggja mikið á sig til að fylla skarð þessara sterku leikmanna. Nú reynir á breiddina en við FH-ingar teljum okkur vel í stakk búna til að takast á við svona áföll, enda mikill efniviður í félaginu.
Stuðningsmenn FH fjölmenna vonandi á leikinn, en gaman er að segja frá því að rúmlega 50 manns hafa nú skráð sig og fjölskyldur sínar í mat í Sjónarhól fyrir leik en þessi nýbreytni gafst afar vel fyrir heimaleikinn gegn Fram fyrr á tímabilinu. FH strákarnir hafa ekki brugðist á heimavelli í vetur og verður vonandi engin breyting á því núna. 
ÁFRAM FH.

Aðrar fréttir