FH í 3. sæti í Hfj móti

FH í 3. sæti í Hfj móti

FH tapaði illa síðasta leik sínum á Hafnarfjarðarmótinu en leikið var gegn Haukum.

Strákarnir háðu hetjulega baráttu framan af leik en í síðari hálfleik urðu kaflaskil og FHingar fóru afar illa að ráði sínu í sókn og léku slaka vörn. Niðurstaðan var 13 marka tap 36-23. Óþarflega stór sigur Hauka og engan veginn í takt við hvernig FH liðið var búið að spila á mótinu, en fyrir utan þennan leik var liðið að spila fínan bolta.

Lokastaða Hfj mótsins var þessi:
Haukar 6 stig
Nordsjælland 3 stig
FH 2 stig
Valur 1 stig

Fínt mót í alla staði og virkilega góður undirbúningur fyrir strákana sem ætla sér stóra hluti á komandi vetri.

Aðrar fréttir