FH í 8 liða úrslit – Frábær sigur á Akureyri

FH í 8 liða úrslit – Frábær sigur á Akureyri

Akureyri-FH  22-23 (10-16)

FH er komið áfram í 8 liða úrslit bikarsins eftir frábæran sigur á
Akureyri í dag. Frábær leikur FH í fyrri hálfleik skóp sigurinn en tæpt var
á því að Akureyri innbyrti framlengingu.

FH hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik, spilaði fantavörn og sókn. FH jók muninn í 10-18 í seinni hálfleik og fóru langt með sigurinn. Menn héldu þó illa forystunni og síðustu 20 mínúturnar söxuðu Akureyringar á forystuna og tæpt var á því í lokin þegar Jón Heiðar var rekinn útaf þegar ein og hálf mínúta lifði leiks. FH hélt þó í síðustu vörn þegar Pálmar, sem átti frábæran leik, varði síðasta skot leiksins og eins marks gríðarlega mikilvægur sigur staðreynd.

Virkilega sterkt hjá strákunum okkar að halda karakter eftir tvo dapra leiki í röð í deildinni, koma á erfiðan útivöll og klára dæmið. Frábær sigur hjá okkar mönnum.

Mörk
FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Bjarni Fritzson 4, Örn Ingi Bjarkason 4,
Ólafur Guðmundsson 4, Benedikt Krtistinsson 2, Jón Heiðar Gunnarsson 1,
Sigurgeir Árni Ægisson 1.

Þess má geta að Akureyringar sinntu upplýsingaflæði með stakri prýði, þegar stærstu fjölmiðar landsins sáu sér ekki fært að segja frá eða sýna leikinn, með því að vera með beina textalýsingu á vefsíðu sinni hér. Frábært framtak!

Við erum FH!

Aðrar fréttir