FH í 8 liða úrslit – Frábær sigur á Akureyri

FH í 8 liða úrslit – Frábær sigur á Akureyri

Akureyri-FH  22-23 (10-16)

FH er komið áfram í 8 liða úrslit bikarsins eftir frábæran sigur á
Akureyri í dag. Frábær leikur FH í fyrri hálfleik skóp sigurinn en tæpt
á því að Akureyri innbyrti framlengingu.

FH hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik, spilaði fantavörn og sókn. FH jók muninn í 10-18 í seinni hálfleik og fóru langt með sigurinn. Menn héldu þó illa forystunni og síðustu 20 mínúturnar söxuðu Akureyringar á forystuna og tæpt var á því í lokin þegar Jón Heiðar var rekinn útaf þegar ein og hálf mínúta lifði leiks. FH hélt þó í síðustu vörn þegar Pálmar varði síðasta skot leiksins og eins marks gríðarlega mikilvægur sigur staðreynd.

Virkilega sterkt hjá strákunum okkar að halda karakter eftir tvo dapra leiki í röð í deildinni, koma á erfiðan útivöll og klára dæmið. Frábær sigur hjá okkar mönnum.

Mörk
FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Bjarni Fritzson 4, Örn Ingi Bjarkason 4,
Ólafur Guðmundsson 4, Benedikt Krtistinsson 2, Jón Heiðar Gunnarsson 1,
Sigurgeir Árni Ægisson 1.

Við erum FH!

Aðrar fréttir