FH í samstarf við Ajax online academy

FH í samstarf við Ajax online academy

Ajax online academy er einskonar útibú frá Ajax sem er eitt frægasta knattspyrnulið Evrópu og þekkt fyrir góða barna- og unglingaþjálfum. Þetta kerfi er einnig notað hj

á Ajax við skipulagningu á þjálfun í þeirra barna- og unglingastarfi auk þess sem hollenska knattspyrnusambandið hefur nýverið keypt hugbúnaðinn sem notaður er í Ajax online academy.

Sander de Goede stjórnandi Ajax online academy og Patrick Ladru yfirþjálfari unglingastarfs Ajax komu nýverið í Kaplakrikann og héldu námskeið fyrir þjálfara knattspyrnudeildarinnar. Ladru er einn þekktasti þjálfari hjá Ajax og hefur unnið m.a. með Johan Cruyff og Louis Van Gaal og þjálfað leikmenn eins og Wesley Snejder, Patrick Kluivert, Clarence Seedorf, Rafael Van der Vaart ofl. Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt þar sem farið var yfir netkerfið og hugmyndafræði Ajax í barna- og unglingaþjálfun. Jafnframt var skrifað undir þriggja ára samstarfssamning FH og Ajax online academy.

Að sögn Orra Þórðarsonar, annars yfirþjálfara yngri flokka FH, vænta FH-ingar mikils af samstarfinu: „Þetta er fyrst og fremst tæki til að fá enn meiri gæði og samræmi í þjálfunina. Ég held að vel flest félög séu með kennslu- og æfingaskrá en oft er reyndin sú að þjálfarar eru hver með sínar æfingar og það skortir á markvissa uppbyggingu. Þetta netkerfi auðveldar okkur alla skipulagningu

943517_10201350076262288_1281625832_nog að það sé í reynd verið að fylgja kennslu- og æfingaskrá. Ætlunin er ekki að yfirfæra hugmyndafræði Ajax heldur aðlaga að starfinu hjá FH og okkar aðstæðum. Við erum komin með aðgang að frábærum æfingabanka auk þess að við getum bætt okkar æfingum. Jafnframt hjálpar þetta okkur við að halda utan um upplýsingar um okkar iðkendur t.d. hvað varðar ýmsar mælingar eins og tæknimælingar eða mælingar á líkamlegum þáttum. Það er vissulega mikil vinna framundan við að koma kerfinu í gang en með samstilltu átaki þá á þetta eftir að auðvelda þjálfurum starfið og gera þjálfunina ánægjulegri og markvissari.“

Aðrar fréttir