FH í úrslit Lengjubikarsins

FH í úrslit Lengjubikarsins

FH vann góðan sigur á hörðum Fylkismönnum í Árbænum i kvöld og eru því komnir í úrslit þar sem þeir mæta Breiðablik.

Fylkismenn voru beittari í fyrrihálfleik og komust i 1 – 0 eftir 25 mínútna leik. Þar var að verki Ingimundur Óskarsson.

Þjálfarateymið ógurlega virðist þó hafa lesið vel yfir hausamótum leikmanna Fimleikafélagsins því þeir mættu einbeittir inn í seinni hálfleik og ætluðu sér greinilega ekkert annað en sigur.

Það var svo Björn Daníel sem skoraði mark a 65. mínútu, það virtist sem boltinn hafi haft viðkomu í Fylkismann eftir gott skot og breytt þannig um stefnu og Fjalar í markinu átti engan sjéns.

Aðeins tveim mínútum síðar skoraði svo Atli Guðna eftir frábæra sendingu frá Atla Viðari. Vel klárað.

Leikurinn gegn Breiðabliki fer fram i Kórnum 1. mái nk. klukkan 16. Um kvöldið ætla Heimir og félagara svo að uppfræða stuðningsmenn FH um áherslur sumarsins á Dillon Sportbar. Það hefst klukkan 20.00 og eru allir stuðninsmenn hvattir til að mæta.

Aðrar fréttir