FH – ÍA á morgun kl. 17.00

FH – ÍA á morgun kl. 17.00

Þó FH-ingar séu nýkrýndir Íslandsmeistarar í knattspyrnu heldur Pepsí-deild karla áfram enda þrjár umferðir eftir. Á morgun leikur FH gegn Skagamönnum í Kaplakrika kl. 17.00 og má búast við hörkuleik.

Lið ÍA er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig en er ennþá í harðri baráttu um Evrópusæti. Í fyrri leikur liðanna á Akranesvelli var boðið upp á markasúpu en þá kjöldrógu FH-ingar heimamenn, 2-7. 

Nú er um að gera fyrir FH-inga að fjölmenna á völlinn, njóta þess að sjá Íslandsmeistarana að störfum og klára mótið með stæl!

ÁFRAM FH!

Aðrar fréttir