FH – ÍBV á föstudagkvöld klukkan 19:00 í Kaplakrika

FH – ÍBV á föstudagkvöld klukkan 19:00 í Kaplakrika

Næsta föstudag klukkan 19:00 mætast FH og ÍBV í 1. deild karla í handbolta. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir FH-liðið enda stendur ÍBV eins og er í 2. sæti deildarinnar með 6 stig eftir fjóra leiki á meðan FH er í því sjötta með 2 stig eftir þrjá leiki. ÍBV liðið er mjög sterkt lið með reynslubolta og unga góða leikmenn í bland.


Síðasta umferð

Í síðustu umferð fór ÍBV liðið út á Seltjarnarnes og sigraði Gróttu með eins marks mun 23-24. Þar gerði reynsla eldri leikmanna ÍBV útslægið gegn spræku og efnilegu liði Gróttu. Sigurður Bragason dró vagninn fyrir ÍBV og skilaði stigunum í hús fyrir þá.

FH fór á Ásvelli og sigraði Hauka 2 mjög örugglega 18 – 24 þrátt fyrir að Valur Arnarsson fyrirliði væri ekki með sökum veikinda. Einnig meiddist Aron Pálmarsson í þeim leik en hann hefur náð sér af meiðslum og verður með á föstudag. Í Haukaleiknum var Hilmar Guðmundsson markvörður í fínu formi og verður það væntanlega líka í föstudag. Hann varði 18 skot á móti Haukum. Heiðar Arnarsson átti einnig góðann leik þar.


Meiðsli leikbönn hjá FH

Jón Helgi Jónsson (frá vegna aðgerðar á hné, ekki vitað hvænar hann snýr aftur)

Guðni Már Kristinsson (frá vegna ökkla meiðsla, væntanlegur fljótlega)

Halldór Guðjónsson (frá vegna ökkla meiðsla, væntanlegur fljótlega)

Björn Daníel Sverrisson (Óleikfær)

Engin leikmaður í leikbanni.


Líkleg byrjunarlið

Líklegt má telja að FH byrji með svipað byrjunarlið og á móti Haukum, nema hvað Björn Daníel getur ekki spilað.


FH:

Markvörður: Hilmar Guðmundsson

Vinstra horn: Tómas Sigurbergsson / Aron Pálmarsson

Hægra horn: Ari Þorgeirsson

Lína: Theodór Pálmason / Ólafur Heimisson / Gunnlaugur Garðarsson

Vinstri skytta: Heiðar Arnarsson

Hægri skytta Guðjón Helgason

Miðja: Valur Arnarsson / Aron Pámarsson


ÍBV:

Markvörður: Jóhann Guðmundsson

Vinstra horn: Grétar Eyþórsson

Hægra horn: Bergur Páll Gylfason

Lína: Sigþór Friðriksson

Vinstri skytta: Sigurður Bragason

Hægri skytta: Leifur Jóhannesson

Miðja: Erlingur Richardsson


Lykillmenn:

FH – Valur Arnarsson, Heiðar Arnarsson og Hilmar Guðmundsson eru gömlu mennirnir í FH liðinu og verða að draga vagninn.

ÍBV – Hinu megin eru það Sigurður Bragason sem er lykilmaður í sókn en Erlingu Richardsson í vörn. Einnig er Jóhann Guðmundsson öflugur í markinu.


Fyrri viðureignir

FH og ÍBV léku þrjá leiki í fyrra. Tvo í deild og einn í bikar.

ÍBV – FH í 5. umferð en þá höfðu Eyjamenn betur 30-29.

FH – ÍBV í 18. umferð en þá sigraði FH 26-25.

Þá sló ÍBV FHinga einnig út úr bikarnum í fyrra.


Þjálfarinn:

Þjálfari ÍBV er engin annars en Gintaras Savukynas sem er mörgum handbolta unnandanum að góðu kunnur en hann leik um árabil með Aftureldingu og var einn besti leikmaður landsins á þeim tíma. Hann leik meðal annars með Aftureldingarliðinu sem sigraði FH í úrslitum bikarsins og í úrslitum í úrslitakeppninni sama ár.


Heimaleikir FH fyrir áramót:

FH – ÍBV 27. október föstudagskvöld kl. 19

FH – Selfoss 10 nóvember föstudagskvöld kl. 19

FH – Afturelding 1. desember föstudagskvöld kl. 19


FH-ingar fjölmennum og styðjum strákana klukkan 19:00 á föstudagskvöld.

Aðrar fréttir