FH – ÍBV á laugardag 7 des, og næstu verkefni

FH – ÍBV á laugardag 7 des, og næstu verkefni

Næsta laugardag spilar karlalið FH sinn síðasta leik fyrir ármót í Olísdeild karla þegar Eyjamenn koma í heimsókn. Þá verður 11. umferð Íslandsmótsins leikinn. Staðan í deildinni er afar hörð og eftir slæmt tap gegn Haukum í síðustu umferð er ljóst að mikilvægi leiksins er afar mikið fyrir FH liðið.
 
Með sigri tryggir liðið sér 2. sætið í deildinni yfir árámótin. Baráttan um sæti í úrslitakeppninni hefur sjaldan verið harðari og Eyjamenn andstæðingar laugardagsins eru rétt á eftir FH liðinu í deildinni með 10 stig og eiga leik til góða en leikur þeirra á heimavelli gegn Akureyri sem fara átti fram síðasta laugardag var frestað vegna veðurs og verður ekki leikinn fyrr en á nýju ári.
En leikurinn er ekki bara mikilvægur þegar litið er til töflunar heldur líka þá staðreynd að nú vilja FH – ingar og væntanlega leikmennirnir sjálfir sjá liðið sitt svara fyrir slakan leik á móti Haukum með góðum sigri á heimavelli gegn sterku liði ÍBV.
 
Gaman verður að sjá hvort að FH liðið verði búið að stilla strengi fyrir þennan leik og laga varnarleikinn sem hefur verið sterkasta hlið liðsins í vetur en náði sér ekki á strik gegn Haukum í síðustu umferð.

<div style="color: #222222; font-family: arial, sans-serif; font-size: 13px; font-style: normal; font-vari

Aðrar fréttir