FH-ingar fá markvörð frá Bandaríkjunum

FH-ingar fá markvörð frá Bandaríkjunum

Nýliðar FH í Pepsideild kvenna hafa samið við bandaríska markvörðinn Jeannette Williams. Hún hefur undanfarin þrjú sumur leikið með Víkingi Ólafsvík í 1. deild.

 

Að sögn Orra Þórðarsonar þjálfara meistaraflokks kvenna hjá FH er Jeannette mikill liðsstyrkur: „Við spiluðum tvisvar við Víking í sumar og Jeannette var frábær í báðum leikjum. Hún er snögg, kröftug, tæknilega góð og skilar boltanum vel frá sér.” 

Árni Rúnar Þorvaldsson formaður kvennaráðs FH segir ljóst að baráttan verði hörð í Pepsídeildinni næsta sumar og FH-ingar ætli að styrkja lið sitt enn frekar: „Við erum með efnilegt lið og góða breidd en ætlum að bæta við okkur 2-3 öflugum leikmönnum í viðbót.”

Aðrar fréttir