FH-ingar halda áfram að vera valdnir í yngri landslið

FH-ingar halda áfram að vera valdnir í yngri landslið Íslands, en í vikunni var tilkynnt um tíu leikmenn sem fara á æfingar á næstu dögum og vikum.

Einar Örn Harðarson og Teitur Magnússon voru báðir valdir í æfingarhóp vegna undirbúnings fyrir Norðurlandamót U17 en mótið fer fram á Íslandi. Æfingarnar fara fram 14. og 15. júní.

Diljá Ýr Zomers, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Helena Ósk Hálfdánardóttir og Þórey Björk Eyþórsdóttir voru valdar á úrtaksæfingum fyrir Norðurlandamót U16 kvenna í Finnlandi. Æfingarnar fara fram 16. og 17. júní.

Rannveig Bjarnadóttir var valin í hópinn sem leikur í milliriðli Evrópumótsins U19 kvenna í Þýskalandi, en mótið fer fram 4. – 13. júní. Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari liðsins.

Baldur Logi Guðlaugsson, Jóhann Þór Arnarsson og Heiðmar Gauti Gunnarsson voru valdnir á úrtökumót sem fer fram á Akranesi um helgina.

Við erum afar stolt af þessum krökkum og óskum þeim góðs gengis um helgina.

Aðrar fréttir