FH-ingar halda í Víkina!

FH-ingar halda í Víkina!

Líklegt byrjunarlið

Daði Lárusson

Guðmundur Sævarsson – Ármann Smári Björnsson – Ásgeir G. Ásgeirsson – Freyr Bjarnason

Baldur Bett – Sigurvin Ólafsson – Davíð Þór Viðarsson

Ólafur Páll Snorrason – Atli Viðar Björnsson – Tryggvi Guðmundsson

Meir leikmenn (hver eru meiðslin og hvað gætu þeir verið lengi frá?)

Auðun Helgason er með slitin krossbönd og leikur ekki á þessu keppnistímabili.

Sverrir Garðarson á við ökklameiðsli að stríða og er óvíst hvenær hann verður klár í slaginn.

Tommy Nielsen, Allan Dyring og Peter Matzen hafa allir átt við meiðsli að stríða og er óvíst um þátttöku þeirra í leiknum.

Sögulegar viðureignir

Árið 1985 léku FH-ingar og Víkingar í Krikanum og höfðu Víkingar þriggja marka forystu þegar síðari hálfleikur var um það bil hálfnaður. FH-ingar gáfust þó ekki upp, jöfnuðu leikinn á mettíma og undir blálokin gerði Hörður Magnússon loks sigurmarkið í ótrúlegum 4-3 sigri.

Síðast léku liðin á Víkingsvelli í miklum baráttuleik í Landsbankadeildinni 2004. Ármann Smári Björnsson kom FH yfir en Vilhjálmur Vilhjálmsson jafnaði fyrir Víkinga með glæsilegu marki. Leiknum lyktaði því með jafntefli rétt eins og í seinni leiknum það sumarið í Kaplakrika.

Árið 1991 var FH eitt af fáum liðum sem tókst að leggja sterka Víkinga að velli með góðum útisigri, 0-1. Pálmi Jónsson gerði sigurmarkið en Logi nokkur Ólafsson þjálfaði lið Víkings í þá daga og gerði Víkinga að Íslandsmeisturum í fimmta skipti í sögu félagsins.

Síðustu tíu leikir félaganna á Víkingsvelli:
2004 Efsta deild Víkingur – FH 1 – 1
2000 1. deild Víkingur – FH 0 – 3

Aðrar fréttir