FH-ingar í landsliðsverkefnum HSÍ

Á síðustu vikum hafa fjölmargir FH–ingar verið valdir í landsliðsverkefni á vegum HSÍ í maí og nú í sumar.

20 ára landslið karla

Einar Bragi Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason hafa verið valdir í lokahóp U–20 ára landsliðs karla sem fer á Evrópumótið í sumar. Báðir ganga þeir til liðs við FH nú í sumar. Þjálfari liðsins er síðan Einar Andri Einarsson.

18 ára landslið kvenna

Sigurdís Sjöfn Freysdóttir var valin til vara í hópinn hjá 18 ára landsliði kvenna sem spilar tvo æfingaleiki við Færeyja núna í byrjun júní. Sigurdís Sjöfn gengur til liðs við FH nú í sumar.

18 ára landslið karla

Atli Steinn Arnarson hefur verið valinn í lokahóp U–18 ára landsliðsins sem fer á lokamót Evrópumótsins í sumar. Til  vara í hópinn eru einnig Andri Clausen og Kristján Rafn Oddsson.

17 ára landslið karla

Fjórir FH–ingar hafa verið valdir í lokahóp 17 ára landsliðs karla sem fer á Ólympíuleika æskunnar í sumar. Þetta eru þeir Ari Dignus, Andri Clausen, Kristján Rafn Oddsson og Róbert Dagur Davíðsson.

16 ára landslið kvenna

Eva Gísladóttir var valin í 16 ára landslið kvenna sem leikur vináttuleiki við Færeyjar í byrjun júní.
Gyða Kristín Ásgeirsdóttir var valin til vara í hópinn.

16 ára landslið karla

Ingvar Dagur Gunnarsson var valinn til vara í hópinn hjá 16 ára landsliði karla sem mætir Færeyjum í vináttuleikjum sem fara fram í byrjun júní. Í 16 ára landsliðshópnum er einnig FH-ingurinn Jóhann Nökkvi Jóhannsson sem býr í Noregi og spilar með THK Tromsø.

15 ára landslið karla

Garðar Ingi Sindrason var valinn í 15 ára landsliðshóp karla. Hópurinn kemur saman til æfinga seinni hluta júnímánaðar.

Hæfileikamótun HSÍ árgangur 2008

Átta FH-ingar fæddir árið 2008 voru valdir í æfingahelgi HSÍ á Laugarvatni. Í stúlknahópinn voru valdar Dagný Þorgilsdóttir, Embla Björg Ingólfsdóttir, Ólafía Þórunn Klein og Stefanía Heimisdóttir. Í drengjahópinn voru valdir Almar Andri Arnarsson, Gunnar Hjaltalín, Jóhannes Andri Hannesson og Ómar Darri Sigurgeirsson.

Hæfileikamótun HSÍ árgangur 2009

Átta FH-ingar fæddir árið 2009 voru valdir í Hæfileikamótun HSÍ sem fram fór í Kaplakrika. Fulltrúar okkar í stúlknahópnum voru Ísabella Jórunn Mueller, Natalie Birta Gunnarsdóttir, og Ragnheiður Íris Klein. Fulltrúar okkar drengjamegin voru Daníel Breki Þorsteinsson, Emil Gauti Hilmisson, Hjörleifur Daði Oddsson, Stefán Kári Daníelsson og Viktor Nói Sigurðsson.

 

Innilega til hamingju öll!

Aðrar fréttir