FH-ingar í U-21 landsliði karla

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið 22 manna hóp sem mun spila gegn Svíþjóð 4. september á Víkingsvelli en leikurinn er liður í undankeppni EM 19/21.

Í þessum hóp eru 4 FH-ingar þeir Hörður Ingi Gunnarsson, Daníel Hafsteinsson, Jónatan Ingi Jónsson og Þórir Jóhann Helgason.

Við óskum þeim öllum til hamingju og valfarnaðar í verkefninu sem framundan er.

Aðrar fréttir