FH-ingar Íslandsmeistarar félagsliða

FH-ingar Íslandsmeistarar félagsliða

Þegar Meistaramóti Íslands lauk í júlí mánuði þá var einni grein ólokið og var það 3000 m hlaup kvenna og eftir var að keppa um 21 stig, þar sem 6 fyrstu keppendur fá stig(6-5-4-3-2-1).

Skagfirðingar voru þá með 270 stig og FH 259 stig. Þessi 11 stiga forysta UMSS var að flesta mati óyfirstíganleg hindrun, en svo var ekki.

Sex keppendur tóku þátt í hlaupinu, fimm FH-ingar og einn keppandi frá UMSS.

FH varð að eiga fyrstu tvo keppendurna til að tryggja sér sigur.

Eygerður Inga Hafþórsdóttir hóf hlaupið með látum og var búin að ná 120 metra forskoti þegar hlaupið var hálfnað, þá jók Ragnheiður Ólafsdóttir þjálfari FH hraðann smátt og smátt og þegar 900 metrar voru í mark, gafst Arndís María Einarsdóttir keppandi UMSS upp, eftir hetjulega baráttu.

Þetta varð til að Laufey Stefánsdóttir tók þriðja sætið, Hilda Guðný Svavarsdóttir varð fjórða og Sigrún Dögg Þórðardóttir náði fimmta sæti. Alls fékk FH 20 stig úr hlaupinu.

FH hlaut 279 stig og UMSS 270 stig.

Aðrar fréttir