FH-ingar Íslandsmeistarar

FH-ingar Íslandsmeistarar

Þegar 3000m. hlaupinu lauk á laugardag lauk loksins meistaramótinu sem er án efa umtalaðasta frjálsíþróttamót sem fram hefur farið á Íslandi í langan tíma.

Við FH-ingar tryggðum okkur því á laugardaginn Íslandsmeistaratitil félagsliða árið 2002 og er það mikið gleðiefni. Í öðru sæti í keppninni þetta árið urðu Skagfirðingar og hefur baráttan aldrei verið jafn hörð.

Mér þykir gaman að sjá að nú eru tvö lið á frjálsíþróttavöllunum sem berjast um titlana.

Aðrar fréttir