FH-ingar með bestu umgjörðina – Bjarni bestur í horni

FH-ingar með bestu umgjörðina – Bjarni bestur í horni

Á mánudaginn var fengu þeir leikmenn og þau félög sem að þóttu skara fram úr í febrúarmánuði viðurkenningar fyrir árangur sinn. FH-ingar áttu þar tvo fulltrúa, Bjarni Fritzson var valinn besti hægri hornamaður deildarinnar og Handknattleiksdeild FH fékk sérstaka viðurkenningu fyrir bestu umgjörð deildarinnar.

Ljóst er að deildin er virkilega vel að þessu komin, enda hefur starfið í kringum handboltann í vetur verið vægast sagt frábært. Margir hafa komið að starfinu í kringum heimaleiki FH-liðsins í sjálfboðavinnu og viljum við á FH.is þakka þeim fyrir hönd handknattleiksdeildar. Þeir hafa unnið frábært starf og eru til fyrirmyndar fyrir aðra félagsmenn.

Einnig viljum við þakka þeim fjölmörgu sem að mætt hafa á leiki FH-liðsins og hjálpað til við að mynda frábæra stemningu í Krikanum þegar strákarnir okkar þurfa mest á því að halda. Viljum við hvetja alla til að halda áfram á sömu braut, sameinuð stöndum við í einu og öllu. Áfram FH!

Aðrar fréttir