FH-ingar sigruðu Norðlenska mótið.

FH-ingar sigruðu Norðlenska mótið.

Eins og kom fram í annari frétt á FH.IS þá unnu strákarnir Stjörnuna í
gær 34-24. Í morgun mættu þeir svo Valsmönnum og unnu þeir þann leik
örugglega 31-24. Ásbjörn Friðriksson átti góðan leik og skoraði 11 mörk.

Strákarnir
mættu svo Akureyringum í úrslitaleik, eftir jafnan og skemmtilegan leik
þá sigu FH strákarnir framúr og unnu góðan sigur 29-26. Ási fór enn og
aftur á kostum og skoraði 12 mörk og það er greinilegt að þrotlausar
æfingar Ása í sumar eru að skila honum miklu. Annars var allt liðið
flott um helgina og hefur þessi ferð skilað hópnum miklu.

Það
verður því gaman að fylgjast með strákunum í Hafnarfjarðarmótinu sem
hefst næstkomandi fimmtudag. Strákarnir hefja leik gegn Val á
fimmtudaginn kl 18. Nánari upplýsingar um Hafnarfjarðarmótið verða
birtar í vikunni.

Aðrar fréttir