FH-INGAR VALDIR Í HÆFILEIKAMÓTUN N1 OG KSÍ 2020 – STÚLKUR

Lúðvík Gunnarsson yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ stúlkna  hefur valið sex unga FH-inga til að taka þátt í hæfileikamótuninni sem fram fer helgina 26.-27. september næstkomandi í Kórnum.
Þær sem valdar hafa verið eru Ásdís Helga Magnúsdóttir, Berglind Freyja Hlynsdóttir, Brynja Karen Jóhannesdóttir, Emma Björt Arnarsdóttir, Rakel Eva Bjarnadóttir og Sóley Arna Arnarsdóttir.
Við óskum þeim öllum til hamingju og velfarnaðar í verkefninu sem framundan er.

Aðrar fréttir