
FH-ÍR fimmtudag 2. okt kl 19.30
TOPPSLAGUR Í KRIKANUM
Það verður hörkuleikur í Olísdeild karla á fimmtudag þegar ÍR-ingar koma í heimsókn í Kaplakrika.
Hafnarfjörður gegn Breiðholtinu, það verður ekkert gefið eftir.
Húsið opnar kl: 18.30 með funheitri súpu fyrir Muggara, hægt að skrá sig í Mugg á staðnum.
Muggarar spá í spilin og segja hver öðrum hvernig leikurinn fer.
Brandarahornið opið fyrir þá sem vilja segja brandara.
Siggi Danco mætir á grillið með FH heiðursborgara fyrir þá sem vilja alvöru borgara… eða tvo
Poppkornið flæðir um gangana fyrir krakka á öllum aldri.
Troðfull sjoppa af girnilegu gómsæti og heitt kaffi á könnunni.
Það verður gleði, fegurð og alvöru handbolti á fimmtudag í Kaplakrika – VERTU MEÐ.
Miðaverð.
Fullorðnir = 1.000 kr.
15 ára og yngri = Frítt