FH-ÍR – Föstudagur 9. nóv

FH-ÍR – Föstudagur 9. nóv

   VS  

Leikurinn á föstudag er án nokkurs vafa mikilvægasti leikur okkar á tímabilinu. ÍRingar eru efstir ásamt okkur en hafa lakara markahlutfall. Um algjört uppgjör er að ræða og ekki nóg með það, við FHingar þurfum að svara fyrir tapleik gegn þeim bikarkeppninni fyrr í haust þar sem þeir unnu okkur með minnstum mun. Það sýður á mönnum í kjölfarið og hefnd er það eina sem kemur til greina.


Flugeldar á morgun!

Undirbúningur

Góður sigur í síðasta leik var niðurstaðan á móti Gróttu. Við erum taplausir, höfum í raun gert það sem þurft hefur. Ekkert meira en það og eigum því enn töluvert inni, getulega séð. Nú er einmitt tækifærið fyrir liðið að stíga upp, sýna hvað í okkur býr og landa sigri á heimavelli. Menn hafa verið einbeittir síðustu vikuna og byggt undirbúning algjörlega útfrá þessum leik.

Ástand

Mannskapurinn er næstum laus við meiðsli. Leo er orðinn sprækur og Addi að verða ansi sprækur í baki. Siggi, línumaðurinn og varnartröllið meiddist þó á fingri á síðustu stundu og ansi ólíklegt að hann spili.


Ætlum að fagna eftir leik!


Hópurinn á morgun

Markmenn:

Leo “bled” Cristescu

Danni “Kentucky” Andrésar

Aðrir leikmenn

Gummi “Hausstroka” Ped

Valur “Mr. Fade away” Arnars

Ólafur “Slanga” Gúst

Ólafur “Burn hands” Guðmunds

Aron “Ertiggi að djóka” Pálmars

Arnar “seigbiti” Tedda

Guðjón “Snip snip” Helga

Ari “Svarti maðurinn” Þorgeirs

Guðni “Læri” Kristins

Theódór “Tekur í drasl” Pálma

Sigursteinn “Tískulögga” Arndal

Heiðar “Hædí hó” Arnars

Þjálfarar eru engir aðrir en:

Elvar “Frasi” Erlings

Sigursteinn “Tískulögga” Arndal

Hjálparkokkarnir:

Einar “FH head coach” Einars

Bergsveinn “Fyrrum súkkulaði” Bergsveins

Benedikt “Allt í öllu” Guðbjarts

Sveinbjörn “Svenni sjúkró”

ÍR liðið

ÍRingar eru með hörkumannsskap. Hafa eins og áður sagði unnið allt eins og við. Þeir eru seigir, vel spilandi og tæknilega ágætir. Til þess að vinna ÍRinga er nauðsynlegt fyrir okkur að halda í skefjum hættulegustu leikmönnum þeirra, menn eins og Ólafur Sigurjóns, Davíð Georgs og Brynjar Steinars. Jacek Kowal er svo stórgóður markvörður og við þurfum að horfa vel á hann þegar við dritum á markið. Ekki má gleyma Kristmanni “austfjarðarþoku” Dagssyni sem hefur gert okkur skráveifu í haust. Strákurinn er lunkinn og þarfnast aðgátar. Aldrei að vita nema Hjörleifur nokkur Þórðarsson, okkur að góðu kunnur muni láta ljós sitt skína. Við FHingar þurfum að einblína á baráttu á morgun. Vörnin þarf að smella og sóknarleikur að vera hreyfanlegur, þurfum að vera frjóir og ákveðnir. Þá er öruggt mál að við sigrum ÍRinga og hirðum toppsætið einir.


Það verður barist til síðasta blóðdropa!

Stuðningur

Kæru FHingar. Ég þarf varla að lýsa frekar mikilvægi þessa leiks. Eða jú… hér er staðan í deildinni

<table style="WIDTH: 337.5pt" cellspacing="0" cellpadding="0" width="450" border="0

Aðrar fréttir