FH íslandsmeistarar innanhúss!

Frjálsíþróttadeild FH landaði íslandsmeistaratitli innanhúss um helgina. Sigraði FH stigakeppnina samanlagt sem og í bæði karla- og kvennaflokki.Sigurinn nokkuð afgerandi með 60 stig en í öðru sæti varð lið Breiðabliks með 28 stig. Til hamingju FH!

FH-ingar fengu 12 gullverðlaun, 8 silfurverðlaun og 8 bronsverðlaun.

Töluvert var um persónulegar bætingar á mótinu en að auki setti Embla Margrét Hreimsdóttir mótsmet í 1500 m hlaupi á tímanum 4:33,79 og í sama hlaupi bætti Halldóra Huld Ingvarsdóttir aldursflokkamet 35-39 á tímanum 4:35.10

Myndir af mótinu er að finna á dagur 1 og dagur 2

Aðrar fréttir