FH Íslandsmeistari í 4.flokki karla yngra ári.

FH Íslandsmeistari í 4.flokki karla yngra ári.

FH varð Íslandsmeistari í 4.flokki karla yngra ári síðasta sunnudag, þegar liðið sigraði Þór Akureyri 24-23 í æsispennandi úrslitaleik í Austurbergi. Staðan í hálfleik var 14-13 FH í vil. FH-strákarnir voru alltaf skrefinu á undan í leiknum en náðu aldrei að slíta Þórsarana frá sér og því varð leikurinn mjög skemmtilegur og spennandi allt til leiksloka. Maður leiksins var valinn Gísli Kristjánsson leikmaður FH en hann átti stórleik og skoraði 13 mörk og Örvar Eggertsson var með 9 mörk. Oliver Ægisson átti mjög góðan leik í markinu, en liðsheildin var samt það sem stóð upp úr hjá þessu frábæra liði.. Strákarnir enduðu í 3 sæti í deildinni og burstuðu síðan ÍBV 26-18 og Hauka 22-14 í Úrslitakeppninni á leið sinni í úrslitaleikinn. Þessir sömu strákar urðu einnig Bikarmeistarar í byrjun mars þegar þeir unnu Hauka mjög sannfærandi í úrslitaleik 18-13. Virkilega flottur vetur hjá strákunum.
4.flokkur karla eldra ár stóð sig einnig frábærlega í vetur, þeir urðu Deildarmeistarar  með yfirburðum en féllu úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins með því að tap 14-16 í hörkuleik á móti Gróttu sem síðan urðu Íslandsmeistarar. Svekkjandi endir á annars mjög góðu tímabili, en liðið tapaði aðeins 4 af 26 leikjum vetrarins.
Þarna eru svo sannarlega á ferð meistaraflokksmenn framtíðarinnar og verður gaman að fylgjast með þeim á næstu árum.

Þjálfarar flokksins eru þeir Sigursteinn Arndal og Árni Stefánsson og þeirra hundtryggu aðstoðarmenn Daníel Freyr Andrésson og Elísa Lana.

Aðrar fréttir