FH – Keflavík kl 19:15 sunnudaginn 10.maí

FH – Keflavík kl 19:15 sunnudaginn 10.maí

Bakhjarlar mætum tímanlega til að ganga frá kortum.

 

Frábær sigur í fyrsta leik og nú er komið að fyrsta heimaleiknum sumarið 2015. Keflavík er fyrsta liðið sem kemur í heimsókn á Kaplakrikavöll þetta sumarið, en Keflavík tapaði fyrsta leiknum gegn Víkingi 1-3. Þeir koma því dýrvitlausir í fjörðinn á sunnudag. Leikir FH og Keflavík hafa ávallt verið skemmtilegir í gegnum tíðina. Við hvetjum FH-inga til að skella sér á völlinn á sunnudag. Leikurinn hefst klukkan 19:15, Bakhjarla-herbergið opnar 18:15, en frá kl 16:00 er hægt að koma og sækja kortin í Kaplakrika fyrir þá sem vilja sleppa við röð. Í Bakhjarlaherbergið mætir Heimir Guðjónsson fyrir leik og heldur tölu. Í Bakhjarlaherberginu verða veitingar í boði fyrir leik og í hálfleik verður boðið uppá kaffi.

Allir á völlinn og áfram FH!

Aðrar fréttir