FH kjöldróg Val í Hafnarfjarðarmótinu í handbolta

FH kjöldróg Val í Hafnarfjarðarmótinu í handbolta

VS

FH og Valur tókust á í 100 ára afmælismóti Hafnarfjarðar sem fer nú fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Búist var við jöfnum og spennandi leik tveggja góðra liða. Annað kom þó á daginn. Fhingar kjöldrógu Valsmenn algjörlega og í byrjun seinni hálfleiks var leikurinn í raun búinn. Lokatölur 22-33 FH í vil.

Fyrri hálfleikur

FH drengirnir byrjuðu með látum og höfðu í raun yfirburði frá upphafi til enda. Liðið komst í 1-4, náði síðan 2-7 forystu og þegar langt leið á hálfleikinn, 3-10. Liðið var að spila flotta vörn og Maggi að verja vel fyrir aftan. Í sókninni var Aron Pálmars í algjörum sérflokki og fór hvað eftir annað illa með vörn Valsmanna og Ólaf Gíslason í markinu. FH liðið var mjög léttleikandi og lék Valsmenn grátt á öllum vígsstöðum. Í hálfleik var staðan 12-19 FH í vil og Aron búinn að setja 9 slummur hvorki fleiri né færri.

Seinni hálfleikur

FHingar héldu áfram stórleik sínum í seinni hálfleik og gáfu meira í ef eitthvað var. Valsmenn voru horfnir og heillum horfnir og eftir 6-7 mínútna leik var FH með 10-12 marka forystu og í raun búnir að klára leikinn. Í markið var kominn Hilmar Guðmundsson og var ekki síðri en Magnús í þeim fyrri.

Mest náðu Fhingar 15 marka forystu en sigruðu svo leikinn með 11 mörkum 22-33. Aron var í algjörum sérflokki og gat í raun skorað að vild en hann setti allt í allt 13 mörk í kvöld. Allir voru að spila vel í kvöld og allir í liðinu fengu að spreyta sig. Menn sýndu góðan karakter og sýndu stöðugan leik. Frábær leikur hjá strákunum og lofar virkilega góðu upp á framhaldið.

Mörk (mörk/skot) og markvarsla (varin skot/mörk á sig):
Aron Pálmarsson 13/16
Ólafur Guðmundsson 6/7
Guðmundur Pedersen 5/7
Sigurður Ágústsson 3/4
Jón Helgi Jónsson 2/3
Benedikt Kristinsson 2/3
Ásbjörn Friðriksson 2/4
Guðni Kristinsson 1/3
Ari Þorgeirsson 0/2

Magnús Sigmundsson 9/12
Hilmar Þór Guðmundsson 11/10

Næsti leikur er gegn danska liðinu Nordsjælland en þeir biðu lægri hlut gegn sterku liði Hauka í kvöld með 3 mörkum. Ef strákarnir mæta eins mótiveraðir í þann leik og þeir gerðu í kvöld er ljóst að danirnir munu eiga erfiðan leik framundan.

Aðrar fréttir