FH – KR í undanúrslitum Lengjubikars KSÍ

FH – KR í undanúrslitum Lengjubikars KSÍ

FH mætir KR í undanúrslitum Lengjubikarsins á morgun, mánudaginn 20. apríl, á KR-velli í Vesturbæ. FH vann sterkan sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum, 2-1, með mörkum frá Emil Pálssyni og Ingimundi Níels. KR vann Fylki 3-1. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og hvetjum við fólk til að gera sér ferð vestur í bæ, á þessum drottins degi, öðrum í páskum. ÁFRAM FH!

Aðrar fréttir