FH krakkar á U-15 úrtaksæfingum

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið eftirtalda leikmenn til úrtaksæfinga sem fara fram í Skessunni dagana 10. – 12.febrúar 2021  Brynja Karen Jóhannesdóttir, Bryndís Halla Gunnarsdóttir, Emma Björt Arnarsdóttir, Rakel Eva Bjarnadóttir, Ásdís Helga Magnúsdóttir, Berglind Freyja Hlynsdóttir og Sóley Arna Arnarsdóttir.

Þá hefur Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla, valið þá Elmar Rútsson, Lárus Orra Ólafsson og William Cole Campbell til úrtaksæfinga dagana 8. – 10.febrúar 2021, æfingarnar fara fram í Skessunni.

Við FH-ingar erum einstaklega stolt af unga afreksfólkinu okkar og óskum þeim öllum til hamingju og valfarnaðar í verkefnunum sem framundan eru.

Aðrar fréttir