
FH lá fyrir Elverum
FH tapaði í gær, 33-26 á móti norsku bikarmeisturunum í Elverum í
öðrum leik sínum á æfingamótinu í Svíþjóð. Okkar strákar byrjuðu
leikinn mjög illa og lentu strax 4-0 undir og tóku þá leikhlé. Eftir
það var leikurinn í sæmilegu jafnvægi en sóknarleikur okkar var ekki
nógu góður og Norðmennirnir fóru illa með okkur í hraðaupphlaupum.
Vörnin var þokkaleg en þó náðum við engum hraðaupphlaupum og munar
aldeilis um það.
Óli Gúst í action (tekið af vef Guif)
Ólafur Gústavsson og Bjarki Sigurðsson léku ekki með en Ásbjörn
Friðriksson kom inn í liðið að nýju af sjúkrabekknum, og átti fínan
leik, setti 7 mörk og stjórnaði leik liðsins af festu. Þá átti
Sigurgeir að venju góðan leik í vörninni.
Síðasti leikur liðsins fer fram í dag þegar það mætir afar sterku liði
gestgjafanna í GUIF, sem hafa unnið báða leiki sína hingað til nokkuð
örugglega. Líklegt er að allir leikmenn okkar verði með í þeim leik og
vonandi nær liðið að sýna sitt rétta andlit og ná góðum leik gegn
frábæru sænsku liði sem lék til úrslita um sænska meistaratitilinn í
vor.
Fleiri myndir frá Svíþjóð http://www.guif.nu/main.php?menuId=1402