FH lá fyrir Stjörnunni

FH lá fyrir Stjörnunni

        

20-24

FH stúlkur biðu lægri hlut fyrir geysisterku liði Stjörnunnar í
Kaplakrika í gær 20-24. FH byrjaði leikinn betur og komust í 5-3.
Stjörnustúlkur sýndu þá mátt sinn og skoruðu 5 mörk í röð, 5-8.
Stjarnan hélt forystu sinni út allan leikinn en mest náði FH að minnka
muninn niður í 1 mark 17-18 og 18-19. Lengra komust okkar stúlkur ekki
og Stjarnan hafði sigur 20-24.

Mörk FH: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 8/2,, Gunnur
Sveinsdóttir 5, Arnheiður Guðmundsdóttir 2, Ebba Særún Brynjarsdóttir
2, Guðrún Helga Tryggvadóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1/1, Ásdís
Sigurðardóttir 1.

Varin skot: Helga Vala Jónsdóttir 5 (þar af 1 aftur til mótherja), Kristina Kvedariené 11 (þar af 4 aftur til mótherja).

Mörk Stjörnunnar:
Sóvleig Lára Kjærnested 7, Alina Petrache 5/2, Þorgerður Anna
Atladóttir 4, Kristín Clausen 3, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 2, Elísabet
Gunnarsdóttir 2, Hildur Harðardóttir 1

Varin skot: Florentina Stanciu 15/2 (þar af 4 aftur til mótherja).

Aðrar fréttir