
FH – Leiknir R
Mótherji: Leiknir R
Hvar: Kaplakrika
Hvenær: Laugardaginn 29. júlí – 14:00
Miðaverð: 1500 krónur
Okkar menn mæta Leikni úr Reykjavík í undanúrslitum Borgunarbikarsins á laugardaginn. Skammt er stórra högga á milli og þurfa drengirnir góðan stuðning á laugardaginn, en leikurinn hefst klukkan 14:00. Við hvetjum fólk tli að skella sér á völlinn, grípa sér hamborgara og kaldan drykk á pallinum frá klukkan 13:00 og hjálpa drengjunum að tryggja sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli! Koma svo FH!