
FH – Lindersberg í dag
FH leikur í dag fyrsta leik sinn í 4-ra liða mótinu í Eskilstuna í
Svíþjóð þegar strákarnir mæta sænska liðinu Lindersberg, sem er í 8.
sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Það er ljóst að sænska liðið er
erfiður andstæðingur og að okkar strákar þurfa að eiga virkilega góðan
leik til að ná sigri.
FH-liðið er mikið breytt frá síðasta leik fyrir jólafrí þar sem mikil
meiðsli hrjá hópinn auk þess sem Ólafur Guðmundsson er á fullu með
landsliðinu. Á sjúkrabekknum eru þeir Bjarni Fritzson og Hermann
Björnsson, sem fóru ekki með liðinu til Svíþjóðar. Auk þess hvíla í
dag vegna smávægilegra meiðsla þeir Ólafur Gústavsson, Ásbjörn
Friðriksson og Bjarki Sigurðsson. Þeir munu þó að öllum líkindum taka
þátt í næstu leikjum.
Hópurinn hefur komið sér afar vel fyrir í Eskilstuna og eru allir
ánægðir með allan aðbúnað. Matur er góður og afar vel hugsað um hópinn.
Nánari fréttir af mótinu má sjá á vefslóðinni www.guif.nu