FH mætir á Húsavík í dag

FH mætir á Húsavík í dag

FH ferðast í dag til Húsavíkur og mætir þar liði heimamanna í Völsungi í 32 liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Leikurinn hefst kl 15:30 í dag. Lítið er vitað um lið Völsungs en það þykir ljóst að bæjarfélagið mun styðja vel við bakið á sínu liði og er búist við troðfullu húsi. Það er síðan skemmtileg staðreynd að í FH liðinu er uppalinn Húsvíkingur sem mun etja kappi við sitt æskufélag en það er enginn annar en markverjan Pálmar Pétursson

Hamrarnir – Fjölnir
Árborg – ÍR 2
Hörður – Stjarnan
Grótta 2 – Grótta
Afturelding 2 – Víkingur
Haukar – HKR
ÍBV – ÍR
ÍBV 2 – Spyrnir
Víkingur 2 – Selfoss
KS – Fram
HK – Akureyri
Stjarnan 2 – Afturelding
Völsungur – FH
FH 2 – Valur 2

Hamrarnir er lið á Akureyri, Spyrnir eru frá Fljótsdalshéraði og HKR úr Reykjanesbæ.

Um leið og dregið var skrifaði Eimskip undir nýjan samstarfssamning
við HSÍ um að vera styrktaraðili bikarkeppninnar næstu fjögur ári.
Eimskip hefur staðið á bak við bikarkeppnina síðustu þrjú árin.

Aðrar fréttir