FH mætir Akureyri og HK í Bikarnum

FH mætir Akureyri og HK í Bikarnum

Í gær var dregið í 16 liða úrslit Eimskipsbikarsins í handknattleik og
fóru leikar þannig að karlalið FH gerir sér ferð norður í land til að
mæta Akureyrarpiltum og kvennaliðið heimsækir HK í Kópavoginn 15. eða
16. nóvember.

Karla megin er það orðið svo að liðin þekkja hvort annað vel enda spilað fjölda æfingaleikja á undirbúningstímabilinu og áttust þau við í deildinni í siðustu viku þar sem FH sigraði örugglega nyrðra.

Það er þó hörkuleikur framundan og ljóst að Akureyringar vilja hefna ófaranna frá síðasta leik. Bikarinn hefur ávallt sinn sjarma og ljóst að barist verður til síðasta blóðdropa því hvorug lið hafa áhuga á að falla úr keppni strax í 16 liða úrslitum.

Kvennaliðið á góða möguleika gegn liði HK sem er sem stendur aðeins í 7. sæti með 2 stig og hefur aðeins unnið einn leik á meðan okkar stelpur hafa unnið 2 leiki þegar þrjár umferðir eru búnar.

Bikarinn í Krikann!

Áfram FH

 

Aðrar fréttir