FH mætir í Safamýrina í kvöld

FH mætir í Safamýrina í kvöld

FH mætir Frömmurum í kvöld í Safamýrinni og hefst leikurinn kl 19:30. Frammarar berjast nú fyrir lífi sínu í deildinni. Eru neðstir með 3 stig og þrátt fyrir að hafa ekki náð í stigin hefur leikur þeirra stórbatnað eftir áramótin. FH er í öðru sæti 3 stigum á eftir Haukum og freista þess að minnka bilið milli liðanna niður í 1 stig að því gefnu að Valsmenn hefni ófaranna í bikarúrslitunum um helgina. Það myndi óneitanlega hleypa aftur spennu í toppbaráttuna.

Frammarar verða sýnd veiði en ekki gefin og ekki ólíklegt að þeir komi brjálaðir í leikinn í kvöld hungraðir í stigin tvö. Styðjum við bakið á strákunum okkar og mætum í Safamýrina.

Aðrar fréttir